Um ráðstefnuna
Um ráðstefnuna
Ráðstefnan Viðskipti og vísindi er árlegur vettvangur þekkingarmiðlunar á sviði viðskipta og tengdra greina. Með henni vill Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands skapa vettvang þar sem kraftar viðskipta og vísinda sameinast. Viðskiptum og vísindum er ætlað að skapa ávinning fyrir stjórnendur og starfsfólk úr viðskiptalífinu, stjórnsýslunni og félagasamtökum ásamt því að skapa verðmæti fyrir rannsakendur og nemendur innan háskólasamfélagsins.
Í ráðstefnunefnd Viðskipta og vísinda árið 2025 eru eftirtaldir aðilar:
- Auður Ingólfsdóttir, verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands
- Dóra Eyland Garðarsdóttir, starfsmaður Viðskipta og vísinda
- Helga Guðrún Albertsdóttir, starfsmaður Viðskipta og vísinda
- Hersir Sigurgeirsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
- Vala Magnúsdóttir, deildarstjóri Viðskiptafræðideildar
- Þórhallur Örn Guðlaugsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna fást í gegnum netfangið vidskiptiogvisindi@hi.is. Einnig má finna efni um ráðstefnuna á Facebook síðu Viðskipta og vísinda.
Viðskipti og vísindi á Facebook