Tækifæri auglýsenda í töfrandi heimi hlaðvarpa
16:45 til 18:45
Ókeypis aðgangur.
Samhliða vaxandi vinsældum hlaðvarpa hafa auglýsendur í auknum mæli horft til miðilsins sem spennandi kosts til að koma skilaboðum til neytenda. Auglýsendur jafnt sem hlaðvarpsþáttastjórnendur nálgast miðilinn á ólíkan hátt. Mörg eru að gera áhugaverða hluti en að sama skapi virðast flest vera að prufa sig áfram í þeirri vegferð að átta sig á hvernig best sé að nýta þennan nýja miðil til auglýsinga.
Á viðburðinum fáum við að heyra frá þremur glænýjum íslenskum rannsóknum sem allar snúa að hlaðvörpum og auglýsingum, út frá ólíkri nálgun. Rúnar Kristmannsson, sérfræðingur í markaðsmálum hjá Krónunni, mun deila reynslu Krónunnar af því að nýta hlaðvörp sem auglýsingamiðil auk þess sem þáttastjórnendur hlaðvarpsins Þarf alltaf að vera grín segja frá reynslunni af því að auglýsa í sínu hlaðvarpi.
Dagskráin er eftirfarandi:
Kristján Hafþórsson, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Jákastsins, opnar og stýrir viðburðinum
Eydís Sigrún Jónsdóttir segir frá niðurstöðum rannsóknar sem snéri að því hvað hafi áhrif á viðhorf hlustenda til auglýsinga í hlaðvörpum og hvort viðhorfið sé líklegt til að leiða til kaupa á því sem verið er að auglýsa.
Bryndís Móna Róbertsdóttir segir frá niðurstöðum rannsókna sem gefur innsýn í reynslu markaðsfólks af því að auglýsa í hlaðvörpum
Rúnar Kristmannsson, fulltrúi Krónunnar, segir frá reynslu fyrirtækisins af því að auglýsa í hlaðvörpum
Hanna Dís Gestsdóttir segir frá niðurstöðum rannsóknar á tengingu milli trúverðugleika þáttastjórnenda, myndun einhliða sambanda og áformum um kaup á auglýstum vörum
Þáttastjórnendur hlaðvarpsins Þarf Alltaf að Vera grín (ÞAAVG) segja frá reynslunni af því að auglýsa í sínu hlaðvarpi.
Í lokin verður boðið upp á líflegar samræður við gesti í sal
Einnig má finna viðburð á Facebook síðu ráðstefnunnar
Viðburður á Facebook síðu ráðstefnunnar