Sjálfbærni, stefna og skipulag

Image
HVENÆR
15. mars 2024
12:00 til 13:45
HVAR
Háskólatorg
Stofa HT-103
NÁNAR

Ókeypis aðgangur

ATH. Hvert erindi fyrirlesara er í 20 mínútur

Ágrip

Þessi rannsókn stuðlar að fræðilegri umfjöllun um sjálfbærniskýrslugerð með því að kanna þekkingu og reynslu endurskoðenda á Íslandi. Endurskoðunarnefndir hafi átt þátt í að auka gagnsæi varðandi fjárhagsupplýsingar, krefst tilkoma skýrslugerðar um sjálfbærni nýrrar þekkingar á ófjárhagslegum upplýsingum við framkvæmd endurskoðunar. Rannsókn sem gerð var 2022 er tengist þekkingu og reynslu endurskoðenda vegna innleiðingar á reglum Evrópusambandsins varðandi sjálfbærniskýrslur fyrirtækja.

Stuðst var við megindlega aðferðþar sem notast var við spurningakönnun þar sem þátttakendur voru í félagi löggiltra endurskoðenda (FLE).

Endurskoðunarnefndir skulu lögum samkvæmt gegna lykilhlutverki í þessu umbreytingarferli, þ.e. tryggja samfellda samþættingu fjármála- og sjálfbærniupplýsinga og um leið að viðhalda gagnsæi. Mikilvægt að skilgreina nákvæmlega verkábyrgð endurskoðunarnefnda í þessu nýja landslagi til að koma í veg fyrir að gagnsæi minnki.

Í rannsókninni kom í ljós að meirihluti þátttakenda töldu sig ekki hafa þekkingu og reynslu á þessu nýja sviði um ófjárhagslegar upplýsingar. Mjög hröð innleiðing sjálfbærnistaðla gerir það að verkum að bæði þekking og reynsla myndast jafnóðum. Innleiðing tilskipunar ESB nr. 2022/2464 og svo IFRS S1 og S2 eru dæmi um hraða innleiðingu á sjálfbærniskýrslum fyrirtækja.

Til að bregðast við þeim takmörkunum sem tengjast megindlegu aðferðafræðinni gætu framtíðarrannsóknir notað eigindleg viðtöl til að fá fram sjónarmið og verklag við endurskoðun og aðkomu endurskoðunarteyma. Ennfremur gæti könnun á hlutverki endurskoðunarfyrirtækja við að afla sér sérfræðiþekkingar á sjálfbærniskýrsluaðferðum varpað ljósi á hugsanlegar lausnir.

Hagnýtt gildi þessarar rannsóknar dregur fram mikilvægi þess að efla sérfræðiþekkingu um sjálfbærni við framkvæmd endurskoðunar.

Rannsókn þessi er fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er framlag til fræðilegrar umræðu um endurskoðun og sjálfbærniskýrslur. Þetta er jafnframt innlegg í umræðu um stjórnarhætti og umboðskenninguna.

Lykilorð: Sjálfbærniskýrslur, endurskoðun, stjórnarhættir, ófjárhagslegar upplýsingar.

Ágrip

Tilgangur rannsóknarinnar er að draga saman þekkingu með kerfisbundnum hætti um hvaða sjálfbærnistefnur hafa verið skoðaðar með aðferðarfræði kvikra kerfislíkana og helstu niðurstöður þeirra líkana.

Rannsóknin fylgir aðferðarfræði kerfisbundinnar ritrýni, og kerfi sem kallast PSALSAR, með það að markmiði að draga saman túlkanir og niðurstöður, sem hægt er að endurtaka. Hver bókstafur í PSALSAR stendur fyrir ákveðna aðgerð, P fyrir áætlun, í sviga er enska merkingin (protocol), S fyrir leit (search), A fyrir mat eða gagnrýni (appraisal), S fyrir samþættingu (synthesis), A fyrir greiningu (analysis) og R fyrir skýrslu (report).

Aðferðarfræði kvikra kerfislíkana hefur ferið notuð til að herma eigingleika þeirra níu sjálfbærnistefna sem hefur verið lýst. Lang flestar rannsóknir hafa skoðað stefnu 1, að hámarka nýtingu annaðhvort orku eða efna. Þó nokkrir hermar eru fyrir Stefnu 2 hringrásar, stefnu 3 ráðmennskuhlutverk sem hagnast umhverfi eða náttúru, stefnu 4 endurskilgreing hlutverka fyrir samfélag eða náttúru, stefnu 5 afhending virkni, stefnu 6 skipta út fyrir endurnýjanlega orku eða ferla, og stefnu 6 þróun stærðargráðu sjálfbærra lausna. Örfáir hafa skoðað stefnu 8 verðmætasköpun án aðgreiningar og stefnu 9 hvetja til nægjusemi.

Þrátt fyrir kerfisbundna nálgun, hefur huglægni rannsakanda áhrif sem felur í sér takmarkanir þar sem mat rannsakenda er notað til að flokka hvaða sjálfbærnistefnu er lýst í hverri rannsókn og að greina leitarorð. Þannig gæti flokkun riðlast og vantað greinar í safnið.

Rannsóknin samþættar hvernig viðskiptalíkön hafa hermt eftir sjálfbærnistefnum og dregur fram mismunandi þætti fyrir hverja stefnu og hvaða áhrif þeir hafa og þannig geta fyrirtæki dregið lærdóm af niðurstöðum rannsóknarinnar.

Samþætting á rannsóknum um hvernig kvik kerfislíkön hafa dýpkað sklining á sjálfbærnistefnu fyrirtækja. Aðstoðað við að þróa hugmyndir um viðskiptamódel, innleiðingu sjálfbærnistefnu og umbreytingu viðskiptalíkana og mikilvægi þeirra í þeirri í að umbreytingu í átt að meiri sjálfbærni og aukinni hringrás.

Lykilorð: Viðskiptalíkön, hringrásarhagkerfi, sjálfbærnistefna fyrirtækja, sjálfbær þróun.

Ágrip

Rannsóknin greinir áhrif breytinga á reglum varðandi sjálfbærni og sjálfbærniskýrslur (ESG), svo sem tilskipun um sjálfbærniskýrslugerð fyrirtækja (CSRD) og flokkunarreglugerð ESB, á stjórnarhætti, skipulag og ferla fyrirtækja. Áhersla er á innri og ytri stjórnarhætti, svo sem innri skýrslugerð og eftirlit, auk áhrifa á innri og ytri endurskoðendur. Áskoranir og hindranir í vegi fyrir því að uppfylla auknar lögboðnar kröfur verða greindar.

Aðferð byggist á greiningu fræðilegra heimilda um sjálfbæra stjórnarhætti og útgáfu sjálfbærniskýrslna ásamt nýlegum breytingum á reglugerðum. Enn fremur viðtölum við stjórnendur og endurskoðendur stórra fyrirtækja á Íslandi [úrtak úr hópi skráðra fyrirtækja]. Viðtölin voru afrituð, kóðuð og greind.

Niðurstöðurnar eiga að veita innsýn í þær breytingar sem fyrirtæki eru/munu innleiða til að uppfylla nýlegar reglugerðir um sjálfbæra starfsemi og sjálfbærniskýrslugerð (CSRD og EU flokkun). Enn fremur að sýna fram á áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir varðandi innleiðingu reglugerðanna og hvernig stjórnarhættir og skipulag aðlagast eða þurfa að aðlagast til að vera í samræmi við auknar kröfur um ESG upplýsingagjöf.

Um eigindlega rannsókn er að ræða sem hvílir á aðgangi að viðmælendum.

Ef ekki er farið að nýju reglugerðunum ásamt aukinni vitund hagaðila um sjálfbærniþætti, gæti það þýtt orðsporsáhættu fyrir fyrirtæki og mögulega málaferli gegn þeim. Hagnýtt gildi er fólgið í niðurstöðum viðtala og fræðilegra heimilda, hverjar helstu áskoranir og hindranir eru við innleiðingu nýju ESG reglugerðanna. Jafnframt, hvernig fyrirtæki munu þurfa að aðlagastjórnarhætti, skipulag og ferlum, að reglugerðunum.

Aukið er við þekkingu á sviði sjálfbærni, út frá nýjum reglugerðum og upptöku á flokkunarkerfi ESB fyrir sjálfbæra starfsemi og nýjum kröfum um gerð sjálfbærniskýrslna.

Lykilorð: Sjálfbærni, flokkunarfræði ESB, sjálfbærniskýrslur, stjórnarhættir.

Ágrip

Tilgangur kaflans er annars vegar að gefa innsýn í fyrirbærið héraðsklasa og hins vegar að rýna í niðurstöður rannsóknar á sjávarútvegsklasa Vestfjarða með hliðsjón af hlutverki hans sem klasaframtaks innan héraðsklasa á Vestfjörðum.

Í þessari rannsókn er unnið með niðurstöður úr raundæmisrannsókn. Um var að ræða lýsandi raundæmisrannsókn af eigindlegum toga þar sem bæði var stuðst við fyrirliggjandi gögn og viðtalsgögn frá 10 viðmælendum. Viðtöl í rannsókninni voru hljóðrituð, afrituð og kóðuð. Svo voru dregin upp þemu sem vörpuðu ljósi á viðfangsefnið.

Greining á viðtölunum gaf til kynna að í klasastarfinu hafi verið lögð áhersla á sameiginlega hagsmuni klasaaðila, upplýsingaflæði, traust, samstarf, samfélagslega ábyrgð, nýsköpun og mikilvæga innviði. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að klasastarf og aðferðafræði klasasamstarfs hefur virkað í stórum dráttum á fámennu svæði eins og Vestfjörðum. Fram kemur að stofnun klasaframtaks hafi skipt sköpum fyrir klasasamstarfið.

Það sem helst getur haft takmarkandi áhrif á rannsókn eins og þessa er sá knappi tími sem var til ráðstöfunar í verkið og hversu vel rannsakendum tekst að nálgast verkið af hlutlægni. Hlutverk rannsakenda voru einnig ólík þegar rannsóknin fór fram, þar sem annar var nemandi og hinn leiðbeinandi. Það ritverk sem liggur til grundvallar þessu erindi er hins vegar sjálfstætt framhald af ritgerð nemandans sem um ræðir.

Eitt mikilvægasta hlutverk klasaframtaksins var að vera milliaðili sem tengdi saman lykilaðila og aðra hagsmunaaðila og miðlaði hugmyndum og verkefnum sem ýttu undir samkeppnishæfni svæðisins.

Niðurstöður rannsóknarinnar á sjávarútvegsklasa Vestfjarða gefa áhugavert innlegg í þekkingu á hlutverki klasaframtaks í héraðsklasa.

Lykilorð: Héraðsklasar, klasaframtak, milliaðilar, klasasamstarf.