Hverjir geta dregið úr kynjabilinu í stjórnendastöðum í atvinnulífinu
09:00 til 11:00
Ókeypis aðgangur.
Kynjamisrétti er alþjóðlegt fyrirbæri og sést vel í markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og fulla þátttöku kvenna í ákvarðanatöku. Samkvæmt úttektum Alþjóðaefnahagsráðsins er enn þörf á aðgerðum til að loka kynjabilinu í efnahagslegri þátttöku kynja, sér í lagi þegar kemur að jöfnum tækifærum kynja til stjórnunarstarfa og til ákvarðanatöku í atvinnulífinu, en þar er Ísland í 54 sæti listans. En hverjir geta dregið úr kynjabilinu?
Eftirfarandi er dagskrá viðburðar:
Ásta Dís Óladóttir prófessor og formaður Jafnvægisvogarráðs með erindið ,,Þeir segja – þær segja“
- Ásta Dís kynnir niðurstöður rannsókna á því hvaða leiðir stjórnarfólk í skráðum félögum telur að séu mögulegar til að draga úr kynjabili í stjórnendastöðum. Einnig mun hún birta niðurstöður viðhorfskönnunar meðal almennings til þeirra leiða sem stjórnarfólk hefur bent á.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
- Mun velta því upp hvað stjórnvöld geta mögulega gert til þess að draga úr kynjabilinu í atvinnulífinu.
Gunnar Gunnarsson forstöðumaður fyrir greiningu og ráðgjöf hjá Creditinfo með erindið ,,Kynjakvótar í stjórn – áhrif og þróun”
- Gunnar fer yfir áhrif þess að setja kynjakvóta á stjórnir stærstu fyrirtækja landsins. Skoðað verður hvort tilgangi laganna hafi verið náð og hvort öll fyrirtæki séu að fylgja þeim.
Snædís Ögn Flosadóttir forstöðumaður á mörkuðum hjá Arion banka og fyrrv. framkvæmdastjóri tveggja lífeyrissjóða með erindið „Faldi fjórðungurinn – stækkum kökuna“
- Snædís Ögn mun ræða með hvaða hætti lífeyrissjóðir geta lagt sitt af mörkum við að draga úr kynjabili í stjórnendastöðum og um þróun á mati á stjórnarháttum og öðrum ófjárhagslegum upplýsingum fjárfestingarkosta.
Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq Iceland með erindið „Kynjajafnvægi: Atvinnulífið og Kauphöllin“
- Magnús mun ræða um kynjajafnvægi í atvinnulífinu og hjá skráðum félögum
Fundarstjóri: Þóra H. Christiansen, aðjúnkt við Viðskiptafræðideild