Hvað þarf til að jafna kjör á milli vinnumarkaða?

Image
HVENÆR
20. mars 2025
09:00 til 11:00
HVAR
Háskólatorg
Sæmundargata 4, stofa 104
NÁNAR

Ókeypis aðgangur.

 

Kjaramál hafa verið áberandi í umræðunni undanfarin misseri og er skemmst að minnast þeirrar kjarabaráttu sem kennarar hafa staðið í en samningar í þeirri deilu voru undirritaðir nú á dögunum.  

Árið 2016 voru lífeyriskjör á almennum vinnumarkaði jöfnuð á við það sem þekktist á opinberum vinnumarkaði. Jafnframt var samþykkt af hálfu stjórnvalda að jafna launakjör á milli vinnumarkaða í þeim tilgangi að bæta starfsmönnum hins opinbera þann mun sem var á starfskjörum vegna aukins mótframlags lífeyrisgreiðslna á hinum almenna vinnumarkaði. Samhliða þessu hefur gagnrýni komið fram á hið opinbera sem er farið að laða að sér sérfræðinga frá hinum almenna vinnumarkaði vegna betri starfskjara sem bjóðast.  

Á viðburðinum verður rætt um nauðsyn þess að gott fólk fáist til starfa hjá hinu opinbera sem sinnir þeim störfum sem eru til grundvallar á innviðum samfélagsins og á sama tíma er mikilvægt að viðhalda samkeppnishæfu atvinnulífi með hæfu starfsfólki. Tilgangur viðburðar er að ræða hvaða aðferðir og úrræði þarf til að jafna kjör á milli vinnumarkaða, hvort þess sé þörf og hvort slíkt sé yfirhöfuð mögulegt. 

Viðburðurinn er í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana

Dagskrá viðburðar er eftirfarandi: 

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor við Háskóla Íslands 

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og fyrrverandi félagsmálaráðherra 

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands 

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá Samtökum atvinnulífins 

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, talar um gildi opinberra starfa 

Kolbrún Halldórsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna 

 

Einnig má finna viðburð á Facebook síðu ráðstefnunnar

Viðburður - Hvað þarf til að jafna kjör á milli vinnumarkaða?

 

Dagskrá ráðstefnunnar