Gervigreind og leiðtoginn

Image
HVENÆR
14. mars 2024
11:15 til 12:45
HVAR
Aðalbygging
Háskóla Íslands, Hátíðarsalur
NÁNAR

Ókeypis aðgangur

Á málstofunni verður saga fyrirtækisins Lucinity kynnt út frá hagnýtingu gervigreindar. Fjallað verður um þróun og mikilvægi ábyrgrar stjórnunar gervigreindar og hvaða spennandi tækifæri hún býður upp á í viðskiptum og samfélaginu. Þá verður fjallað um hvernig samvinna við gervigreind hefur áhrif á áherslur og aðferðir leiðtoga. Jafnframt verður kynnt nýtt námskeið MBA náms Háskóla Íslands um gervigreind og leiðtoga. 

 

Eftirfarandi er dagskrá viðburðar: 

Guðmundur Kristjánsson, CEO, mun flytja erindið Saga Lucinity 

  • Fjallað verður um sögu Lucinity og hvernig tækni getur verið þróuð til að efla mannauð, sér í lagi þegar horft er til hagnýtingu gervigreindar

Hafsteinn Einarsson, lektor í tölvunarfræði með erindið Gervigreind: Þróun, stjórnun og tækifæri.

  • Farið verður yfir þróun gervigreindar, mikilvægi ábyrgrar stjórnunar hennar og hvaða spennandi tækifæri hún býður upp á í viðskiptum og samfélaginu.

Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor í Viðskiptafræðideild með erindið Á hvaða sviðum getur leiðtoginn nýtt gervigreind?

  • Fjallað verðu um hvernig ný sýn á samvinnu manns og gervigreindar hefur áhrif á leiðtoga og á hvaða sviðum gervigreind getur aðstoðað forystuna til að ná enn betri árangri.

Kynning á nýju námskeiði í MBA náminu vorið 2025 þar sem fjallað verður um leiðtogann og gervigreind.

Pallborðsumræður

  • Að erindum loknum verður pallborð þar sem Aðalheiður Guðjónsdóttir frá Marel, Guðmundur Kristjánsson forstjóri Lucinity, Adeline Tracz frá Landspítalanum og Hafsteinn Einarsson munu ræða hvernig gervigreindin hefur áhrif á hin ýmsu störf innan fyrirtækja og stofnana og hvernig megi hagnýta hana í starfi.

 

Dagskrá ráðstefnunnar