Gagnsæi, stjórnarhættir og reikningsskil sjálfbærni
08:30 til 10:00
Aðgangur ókeypis
Á næsta ári mun tilskipun ESB um reikningsskil sjálfbærni (CSRD) verða innleidd í lög hér á landi. Þar er gerð krafa um samþættingu fjárhagslegra og ófjárhagslegra upplýsinga. Einnig er þar gerð krafa um staðfestingu stjórnar og áritunar ytri endurskoðanda á sjálfbærniupplýsingar.
Fram til þessa hefur áhersla verið á sjálfstæðar sjálfbærniskýrslur, án samþættingar við stefnumiðaða stjórnunarhætti virðisþátta viðkomandi skipulagsheildar.
Innleiðingin á þessum nýju kröfum er því mikil áskorun fyrir fyrirtæki hér á landi sem og annars staðar
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
Gylfi Magnússon, deildarforseti Viðskiptafræðideildar flutti stutt ávarp.
Aðalfyrirlesari var Nancy Kamp Roelands prófessor við háskólann í Groningen í Hollandi, en hún er einn fremsti sérfræðingur Evrópu á sviði nýrra viðmiða um sjálfbærniupplýsingar, samþættingu upplýsinga og ábyrga stjórnarhætti.
Einnig fjallaði Jeffrey Benjamin Sussman um það hvaða áhrif nýjar kröfur sem tengjast reikningsskilum sjálfbærni og óefnislegum virðisþáttum munu hafa á upplýsingagjöf stærri skipulagsheilda hér á landi í framtíðinni.
Stjórnandi pallborðsumræðna var Ágúst Arnórsson.