Framtíðarhæfar fjárfestingar, hvað er það?
08:30 til 09:45
Ókeypis aðgangur.
Arion banki býður til morgunfundar þriðjudaginn 18. mars, umfjöllunarefni fundarins verða framtíðarhæfar fjárfestingar og eru öll sem hafa áhuga á fjárfestingum og ábyrgum stjórnarháttum í samfélags- og umhverfismálum boðin velkomin.
Á viðburðinum munu fulltrúar frá lífeyrissjóðum, háskólasamfélagi og atvinnulífi fræða gesti um framtíðarhæfar fjárfestingar, segja frá tilgangi þeirra og greina frá því hver munurinn er á þeim og hefðbundnum fjárfestingastefnum. Skýrt verður frá mismunandi sjónarhornum varðandi framtíðarhæf fyrirtæki. Hvað þarf til að árangur náist í þeim efnum og þarf slíkt að koma niður á ávöxtun fjárfestinga?
Kaffi og léttur morgunverður í boði frá kl. 8:15.
Eftirfarandi er dagskrá viðburðar:
Einar Gylfi Harðarson / Arion banki / Greining á sjálfbærniáhættu í fjárfestingarákvörðunum
Hólmfríður Kristín Árnadóttir / VAXA / Hvað eru framtíðarhæf fyrirtæki?
Gunnar Sveinn Magnússon / Deloitte / Breytt landslag í sjálfbærniregluverki fyrirtækja – tækifæri til frekari aðgerða eða skref til baka?
Már Wolfgang Mixa / Háskóli Íslands / Hver er munurinn á venjulegum vísitöluhlutabréfasjóðum og sambærilegum ESG sjóðum?
Einnig má finna viðburð á Facebook síðu ráðstefnunnar
Viðburður - Framtíðarhæfar fjárfestingar, hvað er það?