Faglegt markaðsstarf á tímum umbreytinga

Image
HVENÆR
11. mars 2024
08:30 til 10:00
HVAR
Utan háskólasvæðis
Höfuðstöðvar Arion banka, Borgartúni 19, 3.hæð
NÁNAR

Ókeypis aðgangur. 

ATH. Takmörkuð pláss í boði 

Skráning fer fram hér

Á hverjum tíma stendur markaðsfólk frammi fyrir breytingum í markaðsumhverfinu. Þessum breytingum fylgja margvíslegar áskoranir s.s. eins og með hvaða hætti geta fyrirtæki mótað markaðsstefnu, náð til markhópa, staðfært vörutilboðið og metið árangur í umhverfi sem einkennist af margvíslegum tæknilausnum, hnattvæðingu, auknu flækjustigi rekstrarumhverfisins samfara aukinni kröfu um samfélagslega ábyrgð. Margt af þessu hefur verið áberandi árum og jafnvel áratugum saman en hvernig sem er þá hafa Kotler og félagar í 16. útgáfu Marketing Management séð ástæðu til að vekja sérstaka athygli á þeim breytingum sem við stöndum frammi fyrir nú. Fyrsti kafli bókarinnar ber heitið: Defining Marketing for the New Realities og er efni hans tilefni þess að halda viðburð sem þennan nú.

Tilgangur viðburðarins er því að varpa ljósi á hvernig stjórnendur hjá ólíkum fyrirtækjum, sem starfa við markaðsmál, takast á við þessar margvíslegu áskoranir sem þau standa frammi fyrir. 

 

Eftirfarandi er dagskrá viðburðar:

Þórhallur Örn Guðlaugsson, prófessor við Viðskiptafræðideild, opnar viðburðinn

Hildur Björk Hafsteinsdóttir, Forstöðumaður markaðsmála og upplifana hjá VÍS með erindið Mættu því óvænta

Gísli S. Brynjólfsson, Markaðsstjóri Icelandair með erindið Endurmörkun Icelandair - Embracing the spirit of Iceland

Elínborg Valdís Kvaran, Forstöðumaður markaðsmála og þjónustuþróunar hjá Arion banka með erindið Að bæta upplifun viðskiptavina

Karen Ósk GylfadóttirFramkvæmdastjóri vörusviðs, markaðsmála og stafrænna lausna hjá Lyfja með erindið „Lengjum líf og aukum lífsgæði“

Umræður í lok viðburðar

 

Einnig má nálgast viðburðinn á Facebook síðu ráðstefnunnar hér : Faglegt markaðsstarf á tímum umbreytinga á Facebook

Dagskrá ráðstefnunnar