Eru íslensk fyrirtæki í stakk búin að mæta kröfum á sviði sjálfbærni?

Image
HVENÆR
19. mars 2025
12:00 til 13:15
HVAR
Háskólatorg
Sæmundargata 4, stofa 102
NÁNAR

Ókeypis aðgangur.

 

Íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir vaxandi kröfum um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð. Þróun löggjafar, bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi, hefur í för með sér fjölbreyttar áskoranir fyrir fyrirtæki sem þurfa að uppfylla strangari kröfur um gagnsæi og sjálfbærni í skýrslugerð og reikningsskilum.  

Húsið opnar kl. 11:40 en fyrsti fyrirlestur byrjar kl. 12:00.

Viðburðurinn er í samstarfi við Tímarit um viðskipti og efnahagsmál. Tilgangur hans er að varpa ljósi á hvernig ólík fyrirtæki geta nálgast sjálfbærni í rekstri sínum og hvaða leiðir þau geta farið til þess að tryggja að þau standist nýjar kröfur um sjálfbærni. Sem dæmi verður rætt um sjálfbærnistaðla, sjálfbærnireikningsskil og samfélagsskýrslur svo eitthvað sé nefnt. Stöðumat er tekið á því hvar íslensk fyrirtæki standa miðað við nýtt regluverk sem Evrópusambandið hefur gert aðildarlöndum og EES-löndum að fylgja. Enn fremur verður gerð grein fyrir viðhorfum stjórnenda til þessa nýja veruleika og hvernig þeir hyggjast uppfylla auknar kröfur um sjálfbærni. Fyrirlestrarnir byggjast á greinum sem Tímarit um viðskipti og efnahagsmál birti árið 2024 svo og bókarkafla í Rannsóknir í viðskiptafræði. 

 

Eftirfarandi er dagskrá viðburðar: 

 

Þröstur Olaf Sigurjónsson og Margrét Sigrún Sigurðardóttir eru fundarstjórar 

Árni Claessen, lektor við Háskóla Íslands, ræðir sjálfbærnistaðla og stjórnarhætti. 

Heiða Óskarsdóttir, lögmaður, segir frá sjálfbærnireikningsskilum fyrirtækja og áhrifum á störf stjórna.  

Ingi Poulsen, PhD-nemi og lögmaður, ræðir sjálfbærniupplýsingar og áhrif þeirra á starfsemi og rekstur fyrirtækja.   

Bragi Rúnar Jónsson, stundakennari við Háskóla Íslands, segir frá samfélagsskýrslum fyrirtækja.  

Erlingur Einarsson, hótelstjóri á Íslandshóteli, talar um upplifun stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum á væntingum haghafa um sjálfbærni fyrirtækja.  

 

Einnig má finna viðburð á Facebook síðu ráðstefnunnar

Viðburður - Eru íslensk fyrirtæki í stakk búin að mæta kröfum á sviði sjálfbærni?

 

 

Dagskrá ráðstefnunnar