Ertu að gefast upp á sjálfbærninni?

Image
Viðskipti og vísindi
HVENÆR
15. mars 2023
08:30 til 10:00
HVAR
Utan háskólasvæðis
Arion banki, Borgartúni 19
NÁNAR

Aðgangur ókeypis
Skráning fer fram hér 

Áherslur á sjálfbæra þróun og sjálfbærni hafa vaxið verulega á undanförnum árum vegna þeirra vandamála sem heimurinn stendur frammi fyrir. Þessum áherslum fylgja auknar kröfur til fyrirtækja um að þau axli félagslega og umhverfislega ábyrgð, umfram þá efnahagslegu, og séu þannig hluti af lausninni en ekki vandamálinu. Viðfangsefnið er nokkuð snúið og því ekki ólíklegt að hindranir verði í veginum þegar fyrirtæki tileinka sér nýja starfshætti og samþætti þessar áherslur daglegum rekstri. 

Tilgangur morgunfundarins er að varpa ljós á eðli þessara hindrana og hvernig hægt sé að yfirstíga þær. Það verður gert með því að stjórnendur fyrirtækja sem unnið hafa markvisst á þessu sviði og hafa mætt hindrunum deili reynslusögum af því hvernig þeim tókst að yfirstíga hindranirnar.

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

Ágústa Þóra Jónsdóttir, doktorsnemi í Umhverfis- og auðlindafræði opnaði fundinn og var fundarstjóri. 

Björt Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri IÐU
Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðs- og umhverfismála hjá Krónunni
Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni
Aðalbjörg Egilsdóttir leiðtogi fræðslumála hjá Laufinu

Eftir að stjórnendur fyrirtækjanna hafa deildu reynslu sinni var svigúm fyrir spurningar úr sal og umræður.

Arion banki bauð fundargestum upp á kaffi og léttar veitingar. Skráning fór fram hér