Ráðstefnan Viðskipti og vísindi fer fram dagana
11. til 15. mars 2024.

Viðskipti og vísindi er nú haldin í annað sinn dagana 11. til 15. mars. Á ráðstefnunni miðla rannsakendur úr háskólasamfélaginu fræðilegri þekkingu og rannsóknarniðurstöðum og stjórnendur og starfsfólk úr viðskiptalífinu miðla einnig reynslu sinni og þekkingu. Viðfangsefnin sem fjallað verður um á ráðstefnunni í ár eru fjölbreytt og meðal annars verður fjallað um stjórnun og jafnrétti, fjármál, hagfræði, markaðsfræði og þjónustu, viðbrögð við þjónusturofi, faglegt markaðsstarf í stafrænum veruleika, sjálfbærnistefnu fyrirtækja, mannauð og starfsánægju.

Ráðstefnan er árlegur vettvangur þekkingarmiðlunar á sviði viðskipta og tengdra greina þar sem þátttakendur njóta góðs af því að rannsakendur úr háskólasamfélaginu og fulltrúar frá ólíkum áttum atvinnulífsins sameina krafta sína. 

Öll áhugasöm eru hvött til að koma á ráðstefnuna. Aðgangur er ókeypis.

 

Fylgdu Viðskiptum og vísindum á Facebook

Fylgdu Viðskiptafræðideild HÍ á Instagram

Fylgdu Viðskiptafræðideild HÍ á LinkedIn