Ráðstefnan Viðskipti og vísindi fer fram dagana 18. til 21. mars 2025.
Viðskipti og vísindi er nú haldin í þriðja sinn. Á ráðstefnunni miðla rannsakendur úr háskólasamfélaginu fræðilegri þekkingu og rannsóknarniðurstöðum og stjórnendur og starfsfólk úr viðskiptalífinu miðla einnig reynslu sinni og þekkingu. Viðfangsefnin sem fjallað verður um á ráðstefnunni í ár eru fjölbreytt og meðal annars verður fjallað um fjármál, hagfræði, reikningsskil, markaðsfræði, nýsköpun, jöfn tækifæri kynja, stjórnun og stefnumótun, mannauðsstjórnun, sjálfbærni og stjórnarhætti.
Öll áhugasöm eru hvött til að koma á ráðstefnuna. Aðgangur er ókeypis.
Fylgdu Viðskiptum og vísindum á Facebook